Vörumynd

Pavo - SpeediBeet

SpeediBeet er lystugt, hægmelt og trénisríkt fóður sem leggur til orku sem endist hrossunum lengi eftir gjöf.

Trénið í Speedi Beet getur haft jákvæð áhrif á þarmaflóru. SpeediBeet inniheldur lítinn sykur (5%) og er án sterkju og melassa. Hentar vel fyrir hross með hófsperru eða EMS, hross sem þrífast ekki vel, eldri hross með tannvandamál, sem uppspretta hægmeltrar orku fyrir keppnishr…

SpeediBeet er lystugt, hægmelt og trénisríkt fóður sem leggur til orku sem endist hrossunum lengi eftir gjöf.

Trénið í Speedi Beet getur haft jákvæð áhrif á þarmaflóru. SpeediBeet inniheldur lítinn sykur (5%) og er án sterkju og melassa. Hentar vel fyrir hross með hófsperru eða EMS, hross sem þrífast ekki vel, eldri hross með tannvandamál, sem uppspretta hægmeltrar orku fyrir keppnishross og fyrir vandláta hesta.

Ráðlagt magn (m.v. þurra vöru):
Til viðbótar öðru fóðri: 25 g á dag / 100 kg af lífþunga.
Í stað hluta gróffóðurs (fyrir eldri hross): 400 g á dag / 100 kg af lífþunga.
Blandað við vatn í hlutföllunum 1 hluti SpeediBeet á móti 3 hlutum vatns.

Athugið! Má ekki gefa þurrt! SpeediBeet verður að bleyta upp fyrir notkun. Gætið þess vel að hestar komist ekki óheftir að fóðrinu. Sykurrófuflögur þenjast mikið út og geta valdið skaða séu þær gefnar þurrar.

Innihald : Sykurrófuhrat (flögur) án melassa.
Greiningarþættir (á kg fóðurs): Meltanleg orka 12,0 MJ, efnaskiptaorka 9,9 MJ, hráprótein 10,0%, hráfita 0,7%, hrátréni 16,0%, hráaska 9,0%, kalsíum 0,7%, fosfór 0,1%, natríum 0,2%, kalí 1,1%, magnesíum 0,3%, sykur 5,0%, sterkja 0,0%, lýsín 3,2 g, meþíónín 1,5 g.

Nettóþyngd: 15 kg

Verslaðu hér

  • Lífland ehf - skrifstofur 540 1100 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt