Vörumynd

Panda Loach 'Type 2' M - Wild

Pet
Pandabótían (Yaoshania Pachychilus &aposType 2&apos) er falleg lítil og sjaldgæf sniglaæta sem lifir í fjallalækjum í Dayaoshan-fjöllum í Guangxi-héraði í Kína. Hún verður aðeins um 6,5 cm löng. Hún…
Pandabótían (Yaoshania Pachychilus &aposType 2&apos) er falleg lítil og sjaldgæf sniglaæta sem lifir í fjallalækjum í Dayaoshan-fjöllum í Guangxi-héraði í Kína. Hún verður aðeins um 6,5 cm löng. Hún er mjög róleg að eðlisfari og hentar því aðeins með rólegum fiskum og botnfiskum. Hængurinn er spengilegri en hrygnan og bæði eru með beinnibbur undir augun sem þau geta sprett út til varnar. Þess vegna er ekki hyggilegt að halda á þeim með berum höndum! Þarf góða felustaði til að troða sér í. Geta verið stakir en plumma sig best í torfum og í gróðurbúrum. Aðalfæðan eru sniglar, kjötmeti og fóðurtöflur. Má einnig gefa grænmeti ss. gúrkur. Þola illa lyfjagjöf af því að þær eru hreisturslausar og best að nota saltmeðferðina ef sjúkdómar koma upp. Vilja kaldara vatn - 18-22°C - og súrefnisríkt. Sýrustig (pH) 7,2-8,0. Ungviði er með stórum svörtum skellum sem smækka með aldrinum. Villtir!Tegund: Panda Loach &aposType 2&apos M - Wild.Stærð: 3-4 cmAfgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)

Verslaðu hér

  • Furðufuglar og fylgifiskar
    Furðufuglar og fylgifiskar 581 1191 Borgarholtsbraut 20, 200 Kópavogi

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt