Arboretum er spil sem er einfalt en með mikla dýpt. Leikmenn reyna að ná sem flestum stigum með því að búa til fallega stíga í gegnum garðinn fyrir gesti. Í stokknum eru 80 spil í 10 mismunandi litum, þar sem hver litur er sérstök trjátegund; hver litur er merktur tölum frá 1 til 8. Fjöldi lita í spilinu veltur á fjölda spilara. Leikmenn byrja með sjö spil á hendi. Þegar þú átt leik, þá dregur þú…
Arboretum er spil sem er einfalt en með mikla dýpt. Leikmenn reyna að ná sem flestum stigum með því að búa til fallega stíga í gegnum garðinn fyrir gesti. Í stokknum eru 80 spil í 10 mismunandi litum, þar sem hver litur er sérstök trjátegund; hver litur er merktur tölum frá 1 til 8. Fjöldi lita í spilinu veltur á fjölda spilara. Leikmenn byrja með sjö spil á hendi. Þegar þú átt leik, þá dregur þú tvö spil (úr bunkanum eða frákastinu), leggur spil á borðið sem hlut af þínum garði, og hendir spili í einka-frákastið þitt. Þegar stokkurinn er búinn bera leikmenn saman spilin sem eftir eru á hendi til að ákvarða hver skorar fyrir hvaða lit. Fyrir hvern lit, er það leikmaðurinn með hæsta spilið í einum lit skorar fyrir stíga í garðinum sínum sem byrja og enda í sama lit. Fyrir hvert spil í stígnum færðu eitt stig. Ef stígurinn er eingöngu úr litnum sem verið er að skora, þá færðu tvö stig fyrir hvert spil. Ef þú ert ekki með hæsta spilið í litnum, þá færðu ekkert stig fyrir stíga sem byrja og enda í sama lit. Leimaðurinn með flestu stigin sigrar. VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR 2015 Meeples' Choice - Tilnefning 2015 Golden Geek Best Card Game - Tilnefning 2015 Golden Geek Best Board Game Artwork/Presentation - Tilnefning https://youtu.be/ep3qP6dHxOU