Vörumynd

Peshtemal Stripe lítið handklæði / viskastykki · beige

DIMM

Peshtemal eru tyrknesk handklæði sem voru upphaflega notuð í baðhúsum. Þau eru handofin í Tyrklandi úr hágæða bómull eftir hefðbundnum vefnaðar aðferðum og eru með handhnýttu kögri.

Það sem einkennir Peshtemal handklæðin er að þau eru þynnri og léttari en venjuleg handklæði, draga hraðar í sig raka, þorna hraðar og taka minna pláss í skápum og eru þar af leiðandi mun umhverfisvænni. …

Peshtemal eru tyrknesk handklæði sem voru upphaflega notuð í baðhúsum. Þau eru handofin í Tyrklandi úr hágæða bómull eftir hefðbundnum vefnaðar aðferðum og eru með handhnýttu kögri.

Það sem einkennir Peshtemal handklæðin er að þau eru þynnri og léttari en venjuleg handklæði, draga hraðar í sig raka, þorna hraðar og taka minna pláss í skápum og eru þar af leiðandi mun umhverfisvænni.

Peshtemal handklæðið er því tilvalinn ferðafélagi í líkamsræktina, sundlaugina, á ströndina eða sem teppi í lautarferð. Þau eru einnig mjög hentug til notkunar á heimilinu í stað venjulegra handklæða og ekki skemmir fyrir að þau eru einstaklega falleg. Peshtemal virka mjög vel sem rúmteppi á minni rúm, sem ungbarnateppi og í raun hvað sem manni dettur í hug.

Þvottaleiðbeiningar:

Þvoið handklæðin við 30° (að minnsta kosti einu sinni áður en þau eru tekin í notkun).

Hvorki má nota klór né mýkingarefni því það dregur úr rakadrægni og ekki má setja þau í hreinsun. Handklæðin má þurrka í þurrkara og strauja við lágan hita. Við mælum með að skella handklæðunum í þurrkara í örstutta stund og hengja svo upp þannig að þau haldist slétt.

Handklæðin verða mýkri og rakadrægari með hverri notkun og því mælum við með að þvo þau 2-3 skipti áður en þau eru notuð til að fá sem bestu upplifunina.


100% hágæða bómull

Stærð: 60 x 110 cm + kögur, 125 grömm.

Framleidd í Tyrklandi

Verslaðu hér

  • Dimm 519 4251 Ármúla 44, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt