Vörumynd

Íslenska Biblían

Árið 1584 birtist Heilög ritning í fyrsta skipti
öll í íslenskri þýðingu og urðu landsmenn þar
með hinir 20. í röðinni til að eignast hana á
móðurmáli sínu....

Árið 1584 birtist Heilög ritning í fyrsta skipti
öll í íslenskri þýðingu og urðu landsmenn þar
með hinir 20. í röðinni til að eignast hana á
móðurmáli sínu. Árið 1644 kom sú næsta. Og árið
1734 hin þriðja. Svo bættust fleiri við: 1747,
1813, 1841, 1859, 1866, 1912/1914 og 1981. Og
hin nýjasta 2007. Í þessari bók er saga þeirra
rakin.

Biblíuþýðingar eru taldar hafa ráðið
miklu um varðveislu íslenskrar tungu fyrr á
öldum.

Sigurður Ægisson (f. 1958) er
guðfræðingur og þjóðfræðingur að mennt og
jafnframt áhugamaður um náttúrufræði.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt