Vörumynd

Stuðmenn-Ásgeir Óskarsson

Hljómsveitin STUÐMENN senda frá sér 11 kosmíska krafta – 11 ný frumsamin lög í sérhönnuðum Astraltertukubbi sem nefndur er eftir einu af lögum plötunnar; ÁSGEIR ÓSKARSSON.
Up...

Hljómsveitin STUÐMENN senda frá sér 11 kosmíska krafta – 11 ný frumsamin lög í sérhönnuðum Astraltertukubbi sem nefndur er eftir einu af lögum plötunnar; ÁSGEIR ÓSKARSSON.
Upptökustjóri laganna er Bandaríkjamaðurinn Printz Board og umbúðirnar eru hannaðar af Þórunni Árnadóttur. Þegar Astraltertukubburinn er opnaður blasa við 4 pýramíðar og í einum þeirra er að finna litla svarta plötu með hvítum miða sem á er letruð slóð örðu megin sem sleginn er inn í vafra. Þá birtas tónheimarnir sem um ræðir og þá þarf að slá inn leyniorð sem ritað er á hina hlið skífunnar.

Allir pýramíðarnir eru opnanlegir og er í þeim að finna allar upplýsingar, ljósmyndir, mungát, ilmefni, te og sitthvað fleira.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt