Vörumynd

Red Barnett-Shine

Tónlistarmaðurinn Haraldur V. Sveinbjörnsson
hefur sent frá sér sína fyrstu plötu Shine,
undir nafninu Red Barnett. Haraldur, sem öllu
jafna er kallaður Hal...

Tónlistarmaðurinn Haraldur V. Sveinbjörnsson
hefur sent frá sér sína fyrstu plötu Shine,
undir nafninu Red Barnett. Haraldur, sem öllu
jafna er kallaður Halli, er þúsundþjalasmiður í
tónlist og hin síðari ár hefur hann verið í
hringiðu margra af athyglisverðustu
tónlistarviðburðum landsins, þótt hans hlutverk
hafi á stundum verið talsvert falið. Hann
útsetti tónlist Skálmaldar fyrir
Sinfóníuhljómsveit Íslands, en þeir tónleikar
hlutu í síðasta mánuð Íslensku
tónlistarverðlaunin sem viðburður ársins. Hann
hefur auk þess útsett tónlist Gunnars
Þórðarssonar, Pink Floyd og Páls Óskars fyrir
Sinfó, svo fátt eitt sé nefnt. Halli er lærður í
klassískum tónsmíðum en er ekki einhamur í
tónlist. Snemma vakti hann áhuga margra sem
gítarleikari og helsti lagasmiður
gruggsveitarinnar goðsagnakenndu Dead Sea Apple,
sem freistaði gæfunnar í hinum stóra heimi. Hann
er annar söngvara Manna ársins og tók nú nýverið
við stöðu bassaleikara í hljómsveitinni Buff.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt