Vörumynd

Amiina-Fantômas 2LP

Lávarður hryllingsins, herra Fant“mas, ræður
ríkjum á nýjustu plötu hljómsveitarinnar amiinu
sem út kemur hjá Mengi 25. nóvember næstkomandi.
Tónlist amiinu...

Lávarður hryllingsins, herra Fant“mas, ræður
ríkjum á nýjustu plötu hljómsveitarinnar amiinu
sem út kemur hjá Mengi 25. nóvember næstkomandi.
Tónlist amiinu samin við þögla spennumynd frá
árinu 1913 eftir franska kvikmyndaleikstjórann
Louis Feuillade, frumflutt á Hrekkjavöku í hinu
virta Théƒtre du Chƒtelet í París árið 2013 og
lítur nú dagsins ljós sem sjálfstæð heild enda
höfðu amiinuliðar það strax á stefnuskránni að
gefa tónlistina út á plötu. Fiðla, selló,
ukulele, trommur, slagverk ýmiss konar,
borðharpa og rafhljóð mynda uppistöðuna í
hljóðheimi amiinu á þessari plötu sem er full af
andstæðum þar sem möguleikar hljóðfæranna eru
nýttir til hins ýtrasta. Tónlistin býr yfir alls
kyns kenndum, angurværð og trega, himneskum
laglínum, ágengum töktum, ólgandi spennu og
hryllingi og allt þar á milli þar sem nokkur
leiðarstef, mynda nokkurs konar rauðan þráð og
gefa tilfinningu fyrir heilsteyptu verki á sama
tíma og hægt er að njóta hvers lags sem
sjálfstæðs listaverks.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt