Vörumynd

Anna M og Svavar K-Hver Stund

Anna María Björnsdóttir er að gefa út sína aðra
sólóplötu Hver stund með þér. Anna María samdi
alla tónlistina á plötunni við ástarljóð sem afi
hennar, Ólaf...

Anna María Björnsdóttir er að gefa út sína aðra
sólóplötu Hver stund með þér. Anna María samdi
alla tónlistina á plötunni við ástarljóð sem afi
hennar, Ólafur Björn Guðmundsson, orti til ömmu
hennar, Elínar Maríusdóttur, yfir 60 ára
tímabil. Samhliða geisladisknum er verið að
klára heimildarmynd um ljóðin, ástina, Óla og
Ellu. Svavar Knútur Kristinsson syngur og spilar
með Önnu Maríu á plötunni sem tekin var upp
síðastliðið sumar á heimili foreldra Önnu Maríu
í Garðabæ.
Anna María sá þessi ljóð fyrst eftir
að afi hennar og amma voru bæði látin og fannst
henni þau geyma mikinn fjársjóð um ástina og það
fagra í heiminum. ,,Ljóð afa til ömmu fela í sér
fallegan boðskap um hvernig ástin getur haldist
hrein og vaxið og dafnað í heila mannsævi. Þau
hafa haft sterk áhrif á mig og langaði mig að
gera þau aðgengileg fleirum á þann hátt sem best
liggur fyrir mér, með söng og tónlist.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt