Vörumynd

Sin Fang, Sóley & Örvar-Team Dreams 2XLP

Sóley

Út er komin hljómplatan Team Dreams, en hún er afrakstur samstarfsverkefnis Sin Fang, Sóleyjar og Örvars Smárasonar úr múm og FM Belfast, en þau hafa samið, tekið upp og gefið út nýtt...

Út er komin hljómplatan Team Dreams, en hún er afrakstur samstarfsverkefnis Sin Fang, Sóleyjar og Örvars Smárasonar úr múm og FM Belfast, en þau hafa samið, tekið upp og gefið út nýtt lag í hverjum mánuði allt árið 2017. Lögin 12 hafa nú verið tekin saman og gefin út á einstaklega fallegri vínylplötu. Team Dreams er tvöföld plata, þrjár þeirra fulla af tónlist en á þeirri fjórðu er myndverk eftir Ingibjörgu Birgisdóttur. Hún sér einnig um kápuna og þar að auki fylgja myndir hennar sem prýddu útgáfur lagana 12 upprunalega. Öll hafa þessir listamenn getið sér gott orð fyrir tónlist sína og notið sér tölverðrar velgengni á erlendri grundu. Sindri og Sóley voru saman í hljómsveitinn Seabear, en hafa síðan þá sent frá sér fjölmargar sólóplötur. Örvar sendir frá sér sína fyrstu hljómplötu undir eigin nafni í vor en kemur enn að fjölmörgum verkefnum í starfi sínu með múm og FM Belfast.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt