Vörumynd

Ben Frost-Aurora LP

A U R O R A er einstaklega metnaðarfull plata
sem sýnir nýja og spennandi hlið á Ben. Hún var
að miklu leiti tekin upp í Kongó en auk Ben eru
hljóðfæraleika...

A U R O R A er einstaklega metnaðarfull plata
sem sýnir nýja og spennandi hlið á Ben. Hún var
að miklu leiti tekin upp í Kongó en auk Ben eru
hljóðfæraleikarar hennar þeir Shahzad Ismaily,
Greg Fox (Liturgy) og Thor Harris (Swans). Um
pródúseringu sáu Ben ásamt Valgeiri Sigurðssyni,
Daniel Rejmer og Paul Corley.

Ben Frost er
fæddur og uppalinn í Ástralíu en hefur búið hér
og starfað um árabil. Hann stofnaði Bedroom
Community plötufyrirtækið með Valgeiri
Sigurðssyni og Nico Muhly og hefur gefið út
þrjár plötur þar sem allar hafa fengið glimrandi
dóma. Árið 2010 var hann valinn af Brian Eno til
árs samstarfs sem part af Protegé prógrammi
Rolex. Ben vinnur reglulega með skapandi
tónlistarmönnum og meðal nýlegra samstarfa má
nefna Tim Hecker, Swans og Colin Stetson. Einnig
hefur hann tekið að sér að semja tónlist fyrir
sviðslistamenn á borð við Wayne McGregor, Akram
Khan og Falk Richter, ásamt því að semja tónlist
fyrir kvikmyndir líkt og Sleeping Beauty og
Djúpið.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt