Vörumynd

KÚBUS-Gekk Ég Aleinn

"Gekk ég aleinn" er hljómplata með sönglögum
Karls Ottó Runólfssonar í glænýjum útsetningum
Hjartar Ingva Jóhannssonar. Hildigunnur
Einarsdóttir og Jón Svav...

"Gekk ég aleinn" er hljómplata með sönglögum
Karls Ottó Runólfssonar í glænýjum útsetningum
Hjartar Ingva Jóhannssonar. Hildigunnur
Einarsdóttir og Jón Svavar Jósefsson barítón
túlka lögin ásamt kammerhópnum KÚBUS.

Lög
Karls Ottós eru samin í einstökum og
persónulegum stíl og búa yfir sannri og djúpri
rómantík þar sem dramað fer alla leið. Mörg
laganna eru þekkt og dáð en hópurinn lagðist
yfir allt höfundarverk Karls og gróf einnig upp
óþekkta og gleymda gimsteina. Sönglög Karls
Ottós öðlast nýtt líf í nýjum útsetningum
Hjartar Ingva sem draga fram sérstætt og djarft
tónmál tónskáldsins og einstaka tilfinningu hans
fyrir kontrapunkti. Ljóðin, sem tilheyra nokkrum
öndvegisskáldum Íslendinga, eru ýmist myrk,
kímin eða viðkvæmnisleg og mynda í meðförum
hópsins eina óslitna heild frá upphafi til enda

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt