Vörumynd

Sóley-Ask The Deep

Fjögur ár eru liðin frá því að tónlistarkonan
Sóley Stefánsdóttir sendi frá sér plötuna We
Sink á vegum Morr Music útgáfunnar í Berlín, en
sú plata hlaut ei...

Fjögur ár eru liðin frá því að tónlistarkonan
Sóley Stefánsdóttir sendi frá sér plötuna We
Sink á vegum Morr Music útgáfunnar í Berlín, en
sú plata hlaut einróma lof tónlistarunnenda og
gagrýnenda um allan heim og er til að mynda
vínil útgáfan af plötunni komin í þriðju
endurprentun. Sóley hefur ekki setið auðum
höndum siðastliðin ár og sendi hún t.d frá sér
þröngskífuna Krómantík á síðasta ári, en á henni
var að finna píanólög sem Sóley hafði unnið
fyrir önnur verkefni eða ratað inn sem styttri
kaflar í annari tónlist eftir hana. En nú er
biðin eftir nýju efni á enda og 8 maí kemur
breiðskífan Ask the Deep út á heimsvísu og
verður fáanleg bæði á geisladisk og í veglegri
vínil útgáfu. Ask the deep er dimm og djúp
brottför frá frá lágstemmdum píanótónum
Krómantík og mjúk rödd Sóleyjar leiðir
hlustendur dýpra og dýpra inn í dökkan
ævintýraheima sem hún hefur áður vísað í á fyrri
plötum, þröngskífunni Theater Island og
fyrrnefndri We SInk.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt