Vörumynd

Ágústa Sigrún-Stjörnubjart

Ágústa Sigrún Ágústsdóttir syngur stjörnubjarta
tónlist sem er lágstemmd, klædd í snjó við yl
frá kertaljósi og með jólalegu ívafi.
Stemmningin er tær, náin...

Ágústa Sigrún Ágústsdóttir syngur stjörnubjarta
tónlist sem er lágstemmd, klædd í snjó við yl
frá kertaljósi og með jólalegu ívafi.
Stemmningin er tær, náin, persónuleg og tímalaus
og veturinn og spilar stórt hlutverk á disknum,
því ekki eru öll lögin dæmigerð jólalög. Það
örlar á þjóðlaga- og sveitastíl, sem og norrænum
áhrifum með afturhvarfi til gamla tímans. Flest
laganna hafa verið gefin út áður en á disknum
eru þrjú ný lög, Kristallar, Ljós og Draumvísa.
Þau eru eftir Sváfni Sigurðarson og Harald V.
Sveinbjörnsson og eitt eftir söngkonuna. Annars
koma lögin víða að en eiga það öll sameiginlegt
að vera mín uppáhalds. Hér eru nokkur þjóðlög,
íslenskar perlur og sálmalög. Gustav Holst og
Jean Sibelius koma við sögu, sem og sænskir
höfundar á borð við Pererik Moraeus og þá Benny
og Björn úr ABBA. Öll lögin hafa fengið
íslenskan texta.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt