Vörumynd

Einar Þorgríms-Dýr merkurinnar

Barnaplatan, Dýr merkurinnar - Söngur dýranna,
er beint framhald af barnaplötunni, Afríka
-Söngur dýranna, sem kom út í fyrra. Töfratæki
finnst í gömlu mus...

Barnaplatan, Dýr merkurinnar - Söngur dýranna,
er beint framhald af barnaplötunni, Afríka
-Söngur dýranna, sem kom út í fyrra. Töfratæki
finnst í gömlu musteri djúpt inni í frumskógi
Afríku, tæki sem breytir röddum dýra í mannamál.
Þá kemur í ljós að dýrin syngja líkt og við
mennirnir og það sem meira er, að lögin þeirra
eru mörg afar skemmtileg. Raddir dýranna eru
hljóðritaðar og lögin þeirra útsett af sögumanni
sem fer með okkur hlustendur á milli dýranna og
segir frá og saman hlusta við á söng dýranna.
Hér á þessari nýju plötu, Dýr merkurinnar -
Söngur dýranna, heldur ævintýrið áfram og nú fer
sögumaður með okkur hlustendur til Noregs,
Rússlands og síðan aftur til Afríku. Mörg börn
upplifa það, að þau séu raunverulega á ferð með
sögumanninum á ókunnum slóðum, í Afríku,
Rússlandi eða Noregi, sem vonandi eflir
ímyndunarafl barnanna og fær þau til að skilja,
að einhverju leiti, háttalag dýranna.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt