Vörumynd

Melkorka Ólafs-Telemann Fantas

Margir tónlistarmenn 18. aldar voru þeirrar
skoðunar að blásturshljóðfæri væru illa fallin
til einleiks vegna þess að á þau má aðeins leika
einn tón í senn ...

Margir tónlistarmenn 18. aldar voru þeirrar
skoðunar að blásturshljóðfæri væru illa fallin
til einleiks vegna þess að á þau má aðeins leika
einn tón í senn en enga hljóma. Til allrar
hamingju létu nokkur tónskáld ekki segjast og
sýndu með snilli sinni hvernig ná má fram
sterkri hljómrænni framvindu þrátt fyrir þessa
annmarka. Georg Philipp Telemann (1681-1767) var
einn þeirra. Hann var gífurlega afkastamikið
tónskáld og auk kammertónlistar lét hann eftir
sig miklar einleiksgersemar, þar á meðal 36
fantasíur fyrir sembal, tólf fantasíur fyrir
víólu da gamba og tólf fantasíur fyrir fiðlu.

Tólf fantasíur fyrir einleiksflautu án bassa
komu út í Hamborg, að öllum líkindum ekki síðar
en 1733. Þá hafði Telemann, sem lék sjálfur á
flautu, lært prentiðn og er líklegt að hann hafi
sjálfur grafið prentið fyrir útgáfuna.
Fantasíurnar eru lýsandi fyrir sinn tíma en að
sama skapi einstakar og tímalausar.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt