Vörumynd

Stjörnuryk-Þetta reddast

Hljómsveitin Stjörnuryk gefur út frumraun sína á
föstudaginn, plötuna Þetta reddast! Stjörnuryk
er hip-hop hljómsveit frá Vestfjörðum sem hefur
haft aðsetur...

Hljómsveitin Stjörnuryk gefur út frumraun sína á
föstudaginn, plötuna Þetta reddast! Stjörnuryk
er hip-hop hljómsveit frá Vestfjörðum sem hefur
haft aðsetur sitt á Ísafirði síðustu misseri.
Hljómsveitin hefur gert garðinn frægan á hinni
víðfrægu tónlistarhátíð Aldrei fór ég suður í
tvígang síðustu ár en er nú loks að heimsækja
borg óttans, hana Reykjavík.

Hljómsveitin er
skipuð fjórum galvöskum röppurum, þeim Geira, Ká
eff bé, Gauti og Rattó. Þó svo að ekki hafi
margar rappsveitir komið að vestan þá eru næg
yrkisefnin þar, ekki bara kvótakerfið og
úrelding frystihúsa heldur sumarið, almennar
hugleiðingar um lífið fyrir vestan, sjálfstæði
og tölvuleiki.

Mikið er um gestagang má þá
nefna þá bræður Erp og Eyjólf Eyvindarsyni (Blaz
Roca og Sesar A) sem eins og með meðlimi
Stjörnuryks má rekja til Westfirzku mafíunnar.
Einnig koma fram á plötunni þeir Ástþór Óðinn,
Þóra Ingimars og Ramses og síðast en ekki síst
MC Ísaksen sem er landskunnur sem einn yngsti
rapparinn í bransanum.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt