Vörumynd

Eldhúsið Okkar

Magnús Ingi Magnússon, sjónvarpskokkur og
veitingamaður á Sjávarbarnum, hefur sent frá sér
matreiðslubókina Eldhúsið okkar Í Íslensku
hversdagskræsingarnar....

Magnús Ingi Magnússon, sjónvarpskokkur og
veitingamaður á Sjávarbarnum, hefur sent frá sér
matreiðslubókina Eldhúsið okkar Í Íslensku
hversdagskræsingarnar. Þar tekur hann saman
aðgengilegar uppskriftir að sígildum íslenskum
heimilismat sem flestir eru sólgnir í þrátt
fyrir breyttar matarvenjur. Allir vilja kunna að
elda kjöt í karrí, fiskibollur, kjötsúpu,
plokkfisk, hakkabuff, vínarsnitsel og brauðsúpu
eins og mamma og amma gerðu. Allt er þetta að
finna í bókinni og miklu meira til. Ómissandi
meðlæti, súpur, grautar og eftirmatur fær líka
sitt rými. Sömuleiðis sunnudagsmatur-inn,
rækjukokteill, lambalæri í brúnni sósu,
rjómarönd og fleira. Halldór Baldursson
myndskreytir bókina af sinni alkunnu snilld og
Ámundi Sigurðsson hannar útlitið.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt