Vörumynd

Gus Gus-Arabian Horse

Á Arabian Horse fá þeir President Bongo, Biggi
Veira og Daníel Ágúst til liðs við sig nokkra
aðra tónlistarmenn sem gefa tónlist þeirra nýja
og dýpri vídd. ...

Á Arabian Horse fá þeir President Bongo, Biggi
Veira og Daníel Ágúst til liðs við sig nokkra
aðra tónlistarmenn sem gefa tónlist þeirra nýja
og dýpri vídd. Fyrst ber að nefna söngkonuna
Urði Hákonardóttur sem syngur á móti Daníel í
þremur lögum. Í þeim neglir hún viðlögin með
sinni einstöku, sálarfullu rödd. Þeir sem
elskuðu Urði á fyrri plötum hljómsveitarinnar,
Forever og Attention, munu tárast af hamingju
við þessa áhlustun. Högni Egilsson úr Hjaltalín
syngur í þremur lögum á plötunni, þar af tveimur
með Daníel. Óhætt er að segja að Högni
smellpassi við hinn rafmagnaða hljóðheim Gusgus
og verður spennandi á sjá hvernig samspili
þessara tveggja máttarstólpa við sitt hvorn enda
Íslenskar popmenningar verður tekið. Þá leggur
Samúel Jón Samúelsson sitt af mörkum til að
magna upp stemminguna á Arabian Horse með
snilldarlegum strengjaútsetningum og Davíð Þór
Jónsson, fulltrúi íslenskra sígauna á plötunni,
spilar á bassaharmonikku og önnur tilfallandi
órafmögnuð hljóðfæri.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt