Vörumynd

Muck-Slaves

Fæðing plötunnar var löng og ströng, en upptökur
hófust í janúar 2010 og Muckliðar hafa því nýtt
síðustu tvö árin í að fylla plötuna af óhljóðum
og leyfa ti...

Fæðing plötunnar var löng og ströng, en upptökur
hófust í janúar 2010 og Muckliðar hafa því nýtt
síðustu tvö árin í að fylla plötuna af óhljóðum
og leyfa tilraunamennskunni að flæða.
Afraksturinn kom þeim að eigin sögn á óvart, en
hljómurinn er óvenju þéttur og einstakur. Slaves
var tekin upp í Hljóðstofu Friðriks og Jóhanns
þar sem Friðrik Helgason var við stjórnvölinn en
Finnur Hákonarson sá um hljóðjöfnun.
Hljómsveitin fékk til sín góða gesti í hljóðver,
þá Tuma Árnason úr Heavy Experience á saxófón og
klarinett og Úlf Alexander úr Swords of Chaos
til að þenja raddböndin. Á plötunni kennir
ýmissa grasa, til að mynda leikur borvél
aðalhlutverkið í einu lagi plötunnar þar sem hún
er notuð til að bora í heimasmíðaðan gítar yfir
stöðugan takt.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt