Vörumynd

Eysteinn P-Það er margt í mann

Á plötunni ³Það er margt í mannheimiÊ eru 12 lög
í flutningi Eysteins Péturssonar. Lögin koma úr
ýmsum áttum og hafa fylgt Eysteini lengi, mörg
frá námsárun...

Á plötunni ³Það er margt í mannheimiÊ eru 12 lög
í flutningi Eysteins Péturssonar. Lögin koma úr
ýmsum áttum og hafa fylgt Eysteini lengi, mörg
frá námsárunum í Kaupmannahöfn. Eysteinn semur
sum lögin en aðrir lagahöfunar eru m.a.
Þórbergur Þórðarsson og Tom Lehrer. Ljóð á
plötunni eiga meðal annars Örn Arnarsson, Sigfús
Blöndal og Jón Helgason.³Það er margt í
mannheimiÊ er margslungin plata þar sem stutt er
á milli hláturs og gráts. Flutningur Eysteins
skiptist í dramatíska og glaðværa túlkun eftir
því sem lög og ljóð gefa tilefni til. Eysteinn
er heiðarlegur gagnvart lögum og ljóðum og
nálgast þau af innlifun og einlægni.Eftir að
Eysteinn sneri heim frá Kaupmannahöfn hóf hann
störf á Landspítalanum. Gítarinn var þó aldrei
langt undan og tróð hann stundum upp á
mannamótum. Upptökur hófust árið 2005 og voru
gerðar í skorpum þangað til verkinu lauk haustið
2011. Upptökur fóru fram í Breiðholti, á
Seyðisfirði, í Havarí og víðar.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt