Vörumynd

Anna Pálína-BEZT

Út er kominn geisladiskurinn Anna Pálína Í BEZT
í nýrri hljóðritaröð útgáfunnar Dimmu. Um er að
ræða 21 lag með hinni vinsælu og dáðu
vísnasöngkonu Önnu Pál...

Út er kominn geisladiskurinn Anna Pálína Í BEZT
í nýrri hljóðritaröð útgáfunnar Dimmu. Um er að
ræða 21 lag með hinni vinsælu og dáðu
vísnasöngkonu Önnu Pálínu Árnadóttur, en sum af
lögunum hafa lengi verið ófáanleg svo sem
Haustvísa, Lífinu ég þakka og Maístjarnan.

Anna Pálína Árnadóttir (1963-2004) haslaði sér
snemma völl á sviði tónlistar og var um árabil
ein dáðasta og vinsælasta vísnasöngkona á
Íslandi. Lengst af starfaði hún með eiginmanni
sínum, skáldinu og tónlistarmanninum Aðalsteini
Ásberg Sigurðssyni, og hljóðritaði alls 8
geisladiska með framsækinni vísnatónlist, sálmum
í nýstárlegum búningi, barnatónlist sem naut
mikilla vinsælda, djasstónlist af gamla skólanum
og íslenskum þjóðlögum.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt