Vörumynd

Stafróf viðskiftafræðinnar

Ársæll Valfells, lektor við Viðskiptafræðideild
Háskóla Íslands hefur staðið að endurútgáfu á
bókinni Stafróf viðskiftafræðinnar eftir Jón
Ólafsson. Tilefni...

Ársæll Valfells, lektor við Viðskiptafræðideild
Háskóla Íslands hefur staðið að endurútgáfu á
bókinni Stafróf viðskiftafræðinnar eftir Jón
Ólafsson. Tilefni endurútgáfunnar er að þetta er
fyrsta bókin sem gefin er út á Íslandi sem er
sérstaklega ætluð þeim sem nema viðskiptafræði.
Bókin var kennd á fyrstu árum Verzlunarskóla
Íslands.
Með útgáfu Stafrófsins árið 1909 var
lagður grundvöllurinn að þeirri aðgreiningu í
rannsóknum á efnahagslegum málefnum á Íslandi er
við þekkjum í dag undir nafninu viðskiptafræði.

Í bókinni kemur í fyrsta sinn orðið
viðskiptafræði, sem Jón bjó til, fyrir sem orð
um fræðibók og fræðasvið. Jón Ólafsson kenndi
Stafrófið í áfanganum Viðskiftafræði í
Verzlunarskóla Íslands en orðið sem heiti á
áfanga í verslunarháttum féll niður eftir andlát
hans árið 1916.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt