Vörumynd

Barbörukórinn-Syngið Drottni

Barbörukórinn var stofnaður vorið 2007 af
Guðmundi Sigurðssyni, organista
Hafnarfjarðarkirkju, og nokkrum lærðum
hafnfirskum söngvurum. Kórinn kemur reglule...

Barbörukórinn var stofnaður vorið 2007 af
Guðmundi Sigurðssyni, organista
Hafnarfjarðarkirkju, og nokkrum lærðum
hafnfirskum söngvurum. Kórinn kemur reglulega
fram við helgihald í Hafnarfjarðarkirkju og
víðar, auk tónleikahalds, og er mikil áhersla
lögð á flutning vandaðrar kirkjutónlistar.
Á
hljómdisknum "Syngið Drottni nýjan söng" má
heyra sumar af dýrustu perlum íslensks
þjóðlagaarfs í smekklegum útsetningum Smára
Ólasonar fyrir blandaðan kór með og án orgels.
Flest laganna eru upprunnin á tímum gömlu
kirkjutóntegundanna og varðveitt í munnlegri
geymd fram yfir miðja 20. öld. Með plötunni
fylgir vandaður bæklingur á þremur tungumálum
sem greinir frá uppruna og tilurð laganna í
sögulegu og tónvísindalegu samhengi.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt