Vörumynd

Enn meiri enska með gátum

Heftið er hliðstætt heftinu sem Barnabókaútgáfan
gaf út sumarið 2007, Enska með gátum og skrýtlum
enda hugsað sem viðbót við það. Þetta er
skemmtilegt en kr...

Heftið er hliðstætt heftinu sem Barnabókaútgáfan
gaf út sumarið 2007, Enska með gátum og skrýtlum
enda hugsað sem viðbót við það. Þetta er
skemmtilegt en krefjandi enskunámsefni, stutt
frábæru myndefni. Efni heftisins er fjölbreytt
og byggist á grunnorðaforða byrjenda í
enskunámi, algengum orðaforða sem tengist
fjölskyldu, skóla og nánasta umhverfi barna. Í
málfræðinni eru það nafnorð, sagnorð,
lýsingarorð, eintala, fleirtala, nútíð, þátíð
greinir o.fl. sem koma við sögu. Verkefni sem
snúast um tölur, töluorð, mánuði, daga, rímorð,
orðalestur og liti eru einnig á ferðinni. Mikið
er lagt uppúr myndlestri og ritun orða auk
einfaldra setninga. Síðast en ekki síst eru á
ferðinni skemmtilegar myndgátur, orðarugl og
orðapúsl ásamt fjölda brandara við hæfi barna.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt