Vörumynd

Móra - Bók sem jarmar

Móra er uppskriftabók, með óhefðbundnum
prjónauppskriftum. Bókin dregur nafn sitt af
mórauðri sauðkind, enda eru flíkurnar prjónaðar
úr íslenskri ull. Efni...

Móra er uppskriftabók, með óhefðbundnum
prjónauppskriftum. Bókin dregur nafn sitt af
mórauðri sauðkind, enda eru flíkurnar prjónaðar
úr íslenskri ull. Efniviðurinn er að mestu
plötulopi og einband, en þó má sjá bregða fyrir
léttlopa og skrautgarni í nokkrum uppskriftum.
Uppskriftirnar hafa verið prófaðar af þrem
prjónakonum og frá þeim hef ég fengið góðar
ábendingar um hvað megi lagfæra og útskýra
betur. Innblástur kom úr ýmsum áttum. Börnin
komu oft af stað hugmyndum, maðurinn minn var
líka með sínar skoðanir á því hvernig herra
lopapeysa átti að líta út og svo spruttu
ótrúlegir hlutir uppúr mistökum.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt