Vörumynd

Árið er 1983-2012 4CD

Á þessari fjórföldu safnplötu er stiklað á stóru
í íslenskri dægurlagasögu frá 1983 til 2012. Hér
eru ekki bara samankomin nokkur af vinsælustu
lögum áranna...

Á þessari fjórföldu safnplötu er stiklað á stóru
í íslenskri dægurlagasögu frá 1983 til 2012. Hér
eru ekki bara samankomin nokkur af vinsælustu
lögum áranna þrjátíu heldur er markmiðið líka að
hafa fjölbreytnina í fyrirrúmi og sýna breiddina
í íslensku tónlistarlífi með lögum sem lifað
hafa með þjóðinni undanfarna þrjá áratugi.
Fróðleiksmola um öll 90 lögin á safnplötunni er
að finna í meðfylgjandi bæklingi.

Útvarpsþáttaröðin Árið er.... Íslensk
dægurlagasaga í tali og tónum fór í loftið 4.
maí 2013 á Rás 2 í tilefni af þrítugasta
afmælisári Rásarinnar. Þar hefur tekist að búa
til fróðlega og skemmtilega heimild um sögu
íslenskrar hryntónlistar undanfarin 30 ár. Rykið
er dustað af gömlum upptökum úr safni Rásar 2,
auk þess sem boðið er upp á ný viðtöl við
tónlistarmenn og aðra sem muna gamla daga.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt