Vörumynd

Steinar Með lögum skal land 3

Frá hljómplötuútgáfunni Steinari kom út hver
gullplatan á fætur annarri á síðari hluta 20.
aldar. Um þessar mundir eru fjörtíu ár liðin frá
því útgáfan var ...

Frá hljómplötuútgáfunni Steinari kom út hver
gullplatan á fætur annarri á síðari hluta 20.
aldar. Um þessar mundir eru fjörtíu ár liðin frá
því útgáfan var sett á laggirnar og af því
tilefni kemur út vegleg þriggja diska safnplata
sem hefur að geyma sextíu lög sem komu út á
vegum Steinars.Lögin á plötunni ættu landsmenn
flestir að kannast við, enda um sívinsælar og
sígildar laga- og textasmíðar að ræða í
flutningi margra af þekktustu og kærustu
tónlistarmanna þjóðarinnar.Meðal þeirra sem eiga
lög á plötunni eru Todmobile, Ljósin í bænum, Þú
og ég, Mezzoforte, Sálin, Bubbi, Nýdönsk,
Brimkló, Tappí Tíkarrass, Greifarnir, Ragga
Gísla, Haukur Morthens, Spilverk þjóðanna,
Bjartmar Guðlaugs, HLH Flokkurinn og margir
fleiri. Veglegur bæklingur fylgir þar sem farið
er yfir sögu Steina í máli og myndum.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt