Vörumynd

Ólafur Gaukur-Syngið Þið F 2CD

Ólafur Gaukur Þórhallsson varð áttræður á árinu
2010. Af því tilefni er komin hér út 50 laga
safn sem spannar feril hans hingað til og er
þversnið þess sem ...

Ólafur Gaukur Þórhallsson varð áttræður á árinu
2010. Af því tilefni er komin hér út 50 laga
safn sem spannar feril hans hingað til og er
þversnið þess sem hann hefur komið að á
tónlistarsviðinu sem gítarleikari, útsetjari,
lagahöfundur, hljómsveitarstjóri og ekki síst
textahöfundur. Fáir tónlistarmenn geta státað af
öðrum eins afköstum og ætíð hefur vandvirkni og
smekkvísi hans ráðið för. Meðal flytjenda má
nefna Sextett Ólafs Gauks, Hauk Morthens,
Svanhildi Jakobsdóttur, Elly Vilhjálms, Önnu
Mjöll, Emilíönu Torrini, Ragnar Bjarnason,
KK-sextettinn, Hljóma, Dáta og Vilhjálm
Vilhjálmsson.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt