Vörumynd

Tekjudreifing skattar

Miklar og fjörugar umræður hafa verið á Íslandi
um tekjudreifingu, skatta og tekjujöfnun síðustu
ár. Hér ræða sex fræðimenn þessi mikilvægu mál:

Dr. Ragn...

Miklar og fjörugar umræður hafa verið á Íslandi
um tekjudreifingu, skatta og tekjujöfnun síðustu
ár. Hér ræða sex fræðimenn þessi mikilvægu mál:

Dr. Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor í Háskóla
Íslands, telur, að Gini-stuðlar séu gallaðir
mælikvarðar á tekjudreifingu. Gera þurfi
greinarmun á vergri og hreinni skattbyrði, en í
því ljósi séu raunveruleg jöfnunaráhrif skatta
oft vanmetin.

Dr. Birgir Þór Runólfsson,
hagfræðidósent í Háskóla Íslands, vekur athygli
á gögnum, sem sýna, að fátækt sé minnst í
tiltölulega frjálsum hagkerfum.

Dr. Hannes H.
Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor í Háskóla
Íslands, vísar því á bug, að fátækt hafi árin
1991Í2004 verið meiri hér en annars staðar á
Norðurlöndum.

Dr. Helgi Tómasson,
tölfræðidósent í Háskóla Íslands, sýnir fram á,
að Gini-stuðull geti verið hinn sami í ýmsum
löndum, þótt tekjudreifing sé þar mjög ólík.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt