Vörumynd

25 gönguleiðir í Borgarfirði

Hér er lýst 25 gönguleiðum í Borgarfirði, á
Mýrum og í Dölum. Þráðurinn liggur frá
Hvanneyri við Borgarfjörð og að Ólafsdal við
Gilsfjörð. Þessir staðir ...

Hér er lýst 25 gönguleiðum í Borgarfirði, á
Mýrum og í Dölum. Þráðurinn liggur frá
Hvanneyri við Borgarfjörð og að Ólafsdal við
Gilsfjörð. Þessir staðir fóstruðu fyrstu
bændaskólana á Íslandi og milli þeirra liggja
margar búsældarlegar byggðir. Hinar mjúku
línur Borgarfjarðardala eiga sér hliðstæður í
Dölunum og ekki má gleyma strandlengjunni og
innfjörðunum. Úti fyrir eru Faxaflói og
Breiðafjörður. Þessi gönguleiðabók er sú
fimmta í röðinni þar sem bókarhöfundur, Reynir
Ingibjartsson, lýsir gönguleiðum á Vestur- og
Suðvesturlandi. Um er að ræða hringleiðir sem
margar tengjast þekktum sögustöðum í Borgarfirði
og Dölum. Haldið er niður til stranda á Mýrum,
kringum Klofning í Dölum og upp til heiða og
dala . Fjölbreytnin er því mikil og
náttúruperlur leynast víða. Baula gnæfir yfir
eins og viti og í fjarska birtist Snæfellsjökull
á björtum degi. Hann kallast á við hvítan
skallann á Eiríksjökli.

Verslanir

  • Penninn
    3.499 kr.
    3.149 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt