Vörumynd

Villt

Hin 22 ára Cheryl Strayed hélt að hún hefði
misst allt. Eftir að móðir hennar lést
tvístraðist fjölskyldan og hennar eigið
hjónaband fór fljótlega í hundan...

Hin 22 ára Cheryl Strayed hélt að hún hefði
misst allt. Eftir að móðir hennar lést
tvístraðist fjölskyldan og hennar eigið
hjónaband fór fljótlega í hundana. Fjórum árum
síðar, þegar hún hefur engu að tapa lengur,
tekur hún hvatvísa ákvörðun. Án nokkurrar
reynslu eða þjálfunar, einungis knúin áfram af
ofurvilja, tekst hún á við meira en 1.600 km
göngu um Kambaslóðina við Kyrrahafið, frá Mojave
eyðimörkinni í gegnum Kaliforníu og Oregon til
Washington. Þetta er sjálfsævisaga sögð af
eldmóði, kímni og hlýju. Bókin endurspeglar
gleði og hættur sem unga konan gengur í gegnum á
ferðalagi, sem þegar upp er staðið bæði styrkir
hana og heilar. Bókin hefur hlotið fjölda
viðurkenninga, Oprah Winfrey valdi hanan m.a. í
bókaklúbb sinn og hún hefur verið þýdd á yfir 30
tungumál Í desember 2014 verður mynd byggð á
bókinni frumsýnd í Bandaríkjunum með Reese
Witherspoon í aðalhlutverki.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  2.490 kr.
  Skoða
 • Salka
  Til á lager
  3.690 kr.
  2.490 kr.
  Skoða
 • Penninn
  2.499 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt