Vörumynd

Þjófaborg kilja

Tveir ungir menn hittast fyrsta sinni í
fangaklefa í Leníngrad og bíða dóms fyrir afar
hæpnar sakir. Afinn, Lev Beniov, er þá sautján
ára gamall og hafði st...

Tveir ungir menn hittast fyrsta sinni í
fangaklefa í Leníngrad og bíða dóms fyrir afar
hæpnar sakir. Afinn, Lev Beniov, er þá sautján
ára gamall og hafði stolið vopni úr vasa látins
hermanns. Hinn tungulipri Kolya er ásakaður um
liðhlaup. Þeir eiga von á að vera skotnir á
staðnum fyrir þessa glæpi en í staðinn er þeim
falið sérstakt verkefni til að bjarga lífi sínu.
Í borg sem hefur verið undir umsátri mánuðum
saman og allar vistir eru löngu á þrotum, eiga
þeir að útvega valdamiklum höfuðsmanni tólf egg
til að nota í brúðkaupstertu dóttur hans.
Verkfefnið leiðir þá um Leníngrad og út í sveit
og að lokum að þýsku víglínunni og handan
hennar. Á vegi þeirra verða morðóðir borgarbúar,
uppreisnarmenn og loks þýski herinn. Vinátta
skapast á milli unglingsins og hins geislandi og
úrræðagoða Kolya, sem mun með djörfung sinni
annað hvort bjarga þeim úr háskanum eða leiða þá
í opinn dauðann.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt