Vörumynd

Inga Björk Ingadóttir-Rómur

Rómur er fyrsta íslenska breiðskífan fyrir lýru og söngrödd.
Á plötunni er að finna tónlist Ingu Bjarkar sem hún syngur og leikur á lýru. Einstakur hljómur lýrunnar leiðir sk...

Rómur er fyrsta íslenska breiðskífan fyrir lýru og söngrödd.
Á plötunni er að finna tónlist Ingu Bjarkar sem hún syngur og leikur á lýru. Einstakur hljómur lýrunnar leiðir sköpunarferlið við gerð laga og texta Ingu Bjarkar, en hljóðfærið hefur algjöra sérstöðu í íslenskri tónlistarflóru.
Lögin eru öll samin á lýruna, fyrir lýruna og söngröddina og einkennast þau af nánu og einlægu samtali lýrunnar og raddarinnar.
Tónlistin á plötunni lygnir og lægir, snertir við hinum ýmsu innri strengjum og vekur fíngerðari svið hlustunar hjá áheyrandanum á nýjan máta.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt