Vörumynd

Ne Bis In Idem

Bókaútgáfan Codex hefur nú gefið út ritið Ne bis
in idem - Bann við endurtekinni málsmeðferð
vegna refsiverðrar háttsemi samkvæmt 4. gr. 7.
viðauka við Mann...

Bókaútgáfan Codex hefur nú gefið út ritið Ne bis
in idem - Bann við endurtekinni málsmeðferð
vegna refsiverðrar háttsemi samkvæmt 4. gr. 7.
viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu og áhrif
þess á íslenskan rétt eftir Róbert R. Spanó. Í
1. mgr. 4. gr. 7. viðauka við
mannréttindasáttmála Evrópu (hér eftir MSE) er
mælt fyrir um bann við endurtekinni málsmeðferð
vegna refsiverðrar háttsemi eða tvöfaldri
refsingu (l. ne bis in idem Í ekki tvisvar fyrir
það sama). Þetta ákvæði hefur, eins og önnur
ákvæði sáttmálans og viðauka við hann, verið
lögfest hér á landi. Í þessu riti er fjallað með
almennum hætti um gildissvið og einstök skilyrði
reglunnar og áhrif hennar á íslenskan rétt. Sú
rannsókn sem býr að baki ritinu fólst í því að
kanna allar fyrirliggjandi úrlausnir, þ.e.
ákvarðanir um meðferðarhæfi kæru og dóma, úr
réttarframkvæmd Mannréttindanefndar Evrópu og
Mannréttindadómstóls Evrópu um túlkun á 4. gr.
7. viðauka við MSE til 1. nóvember 2011.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt