Vörumynd

Lagavangur, um forn lög og ný

Bókin Lagavangur hefur að geyma þrettán
ritgerðir, sem fjalla um lög, forn og ný, eins
og bókarheitið gefur til kynna. Réttarsvið þau,
sem bókin fjallar um,...

Bókin Lagavangur hefur að geyma þrettán
ritgerðir, sem fjalla um lög, forn og ný, eins
og bókarheitið gefur til kynna. Réttarsvið þau,
sem bókin fjallar um, eru fimm talsins. Af sviði
fjölmiðlaréttar eru tvær ritgerðir, þ.e. um
fjölmiðlalögin nýju og um tjáningarfrelsi
akademískra starfsmanna. Undir
samanburðarlögfræði heyrir grein um grísku
borgaralögbókina og um gríska réttarþróun.
Almennum persónurétti tengist grein, er nefnist
³Guðlast í aldanna rás Í Sérstæður refsidómur
vegna guðlöstunar.Ê Fimm ritgerðir fjalla um
íslenska réttarsögu, þ.e. greinar um aftökur
dæmdra manna forðum daga og um aftökustaði og
³aftökuörnefniÊ á Suðvesturlandi, um hefndir og
hefndarrétt, um brot gegn grafarfriði og
utangarðsmenn, um sérkennilega og afar harða
löggjöf um refsingar þjófa í kjölfar
móðuharðindanna, og að síðustu um þróun reglna
um sjálfstæði dómstólanna. Að lokum eru í
bókinni fjórar greinar um íslenska lagamenn
fyrri tíðar, sem voru uppi áður en lagakennsla
hófst hér á landi.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt