Vörumynd

Quarashi Á Bestu Útihát 2011

Quarashi hafði legið í dvala í sjö ár þegar hún
sneri aftur í júní 2011 til að kveðja jarðvist
sína fyrir fullt og allt. Kveðjan var í formi
þrennra goðsagn...

Quarashi hafði legið í dvala í sjö ár þegar hún
sneri aftur í júní 2011 til að kveðja jarðvist
sína fyrir fullt og allt. Kveðjan var í formi
þrennra goðsagnakenndra tónleika. Tvennir þeirra
fóru fram fyrir trofullu húsi á Nasa í Reykjavík
dagana 15 og 16. júlí 2011 en viku áður steig
sveitin á svið fyrir framan ellefu þúsund gesti
Bestu útihátíðarinnar sem haldin var á
Gaddstaðaflötum í Rangárþyngi ytra. Tvennt vakti
sérstaka athygli þessa helgi. Á föstudeginum
myndaðist margra klukkutíma umferðarteppa á um
50 kílómetra kafla frá Kömbum að Hellu og á
laugardeginum komu fram í fyrsta sinn - á einu
og sama sviðinu - allir meðlimir Quarashi frá
því að sveitin var stofnuð í bílskúr í
Vesturbænum árið 1996. Quarashi flutti nær öll
sín vinsælustu lög í bland við uppáhaldslög
hljómsveitarmeðlima af þeim sex plötum sem
sveitin sendi frá sér - á ferli sem spannaði 15
ár.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt