Vörumynd

Útijóga - Náttúruleg orka

Bókin "Útijóga - Náttúrulega orka með útiveru og
æfingum", mætir sívaxandi áhuga á útiveru og
hreyfingu. Í bókinni eru einfaldar leiðbeiningar
um útijóga og...

Bókin "Útijóga - Náttúrulega orka með útiveru og
æfingum", mætir sívaxandi áhuga á útiveru og
hreyfingu. Í bókinni eru einfaldar leiðbeiningar
um útijóga og fjöldi ljósmynda til skýringar.

Útijóga er, eins og nafnið gefur til kynna,
jóga sem stundað er úti, gjarnan í tengslum við
gönguferðir eða aðra útiveru. Hefðbundið útijóga
felur í sér upphitunaræfingar, gönguferð þar sem
jóga- og öndunaræfingar eru gerðar nokkrum
sinnum á leiðinni, og loks er endað með teygjum
og slökun. Útijóga er hægt að stunda allan
ársins hring.
Í bókinni er fjallað um
eftirfarandi þætti: öndunaræfingar,
upphitunaræfingar, jógaæfingar, jafnvægisæfingar
og teygjur; slökun og hugleiðslu, kosti
hreyfingar, streitu í daglegu lífi, næringu,
útbúnað og góð ráð ásamt tillögum að samsetningu
æfinga.
Bókin er góð fyrir alla þá sem vilja
stunda jóga og æfingar á eigin vegum. Bókin
hentar einnig vel fyrir kennara sem stunda
útikennslu með börnum og unglingum.Bókin er í
þægilegu A-5 broti

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt