Þegar Kay Lansing er sex ára felur hún sig dag
einn í leynikapellu á Carringtonsetrinu og
heyrir fólk deila þar ákaft um peninga. Löngu
síðar kynnist Kay Pe...
Þegar Kay Lansing er sex ára felur hún sig dag
einn í leynikapellu á Carringtonsetrinu og
heyrir fólk deila þar ákaft um peninga. Löngu
síðar kynnist Kay Peter Carrington, sem legið
hefur undir grun vegna dauðsfalla á setrinu, og
giftist honum. Þegar lík fara að finnast í jörðu
er Peter sóttur til saka. Kay er hins vegar
fullviss um að lykillinn að sannleikanum leynist
í því sem bar fyrir hana í kapellunni á sínum
tíma. En henni kemur síst til hugar að það sem
býr að baki minningum hennar geti kostað hana
lífið.