Vörumynd

Icelandic Poetry

Icelandic Poetry: Translations by Bernard
Scudder. Um 400 bls. úrval úr þýðingum Bernards
Scudder. Bókin þræðir sögu íslenskrar ljóðlistar
allt frá Völuspá ...

Icelandic Poetry: Translations by Bernard
Scudder. Um 400 bls. úrval úr þýðingum Bernards
Scudder. Bókin þræðir sögu íslenskrar ljóðlistar
allt frá Völuspá og Höfuðlausn Egils
Skallagrímssonar til höfuðskálda síðustu alda og
til ungskálda dagsins í dag. Í bókinni eru ljóð
eftir 68 skáld og það er einsdæmi að einn
þýðandi láti eftir sig jafnvíðfeðmt úrval af
íslenskum kveðskap og birtist í þessari bók.
Bernard Scudder lést haustið 2007 langt um aldur
fram, aðeins rúmlega fimmtugur. Ráðist var í
þessa útgáfu til að heiðra minningu hans en
jafnframt til að veita umheiminum hlutdeild í
stórbrotnu og einstöku ævistarfi sem um leið er
eitt yfirgripsmesta heildarsafn íslenskra ljóða
sem út hefur komið á erlendu máli. Bernard
Scudder sem var einn mikilhæfasti þýðandi af
íslensku á ensku sem fram hefur komið. Einna
hæst ber starf hans að heildarþýðingu
Íslendingasagna á ensku sem út kom 1997.
Margrómaðar eru þýðingar hans á Egils sögu
Skallagrímssonar og Grettis sögu.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt