Vörumynd

Halleluwah-Halleluwah

Tvíeykið Halleluwah með sína fyrstu plötu.
Meðlimir rafsveitarinnar, sem er ný af nálinni,
eru söngkonan Rakel Mjöll og fyrrum Quarashi
stofnandi og takt/la...

Tvíeykið Halleluwah með sína fyrstu plötu.
Meðlimir rafsveitarinnar, sem er ný af nálinni,
eru söngkonan Rakel Mjöll og fyrrum Quarashi
stofnandi og takt/lagasmiður Sölvi Blöndal.
Tónlistin samanstendur af ýmsum einkennum
rökkurmyndahefðarinnar (film noir), gamaldags
raddbeitingu í bland við R&B með myrkum
raflhljómum.
Rakel & Sölvi byrjuðu að gera
tónlist saman árið 2013 og ákváðu í kjölfarið að
taka upp eitt lag saman. Ávöxtur samstarfsins
var smáskífan 'Blue Velvet', vísun í samnefnt
lag í flutningi Bobby Winton og samnefndrar
kvikmyndar David Lynch frá árinu 1986. Lag
Halleluwah naut vinsælda á öldum ljósvakans auk
þess sem myndband við lagið vakti einnig
athygli. Eftir Blue Velvet var ekki aftur snúið
og í kjölfarið var hljómsveitin formlega
stofnuð.
Þrátt fyrir að hljómheimur Hallelluwah
sé margbreytilegur hefur sveitin að mestu haldið
trúnað við þá stemmningu sem myndaðist með Blue
Velvet. Útkoman er nýr dáleiðandi hljóðheimur
Halleluwah.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt