Vörumynd

Skoppa og Skrítla í bíó

Í myndinni Skoppa og Skrítla í bíó sláumst við í
för með vinkonunum í heimsókn til Lúsíar. Hún er
engin venjuleg vinkona og lumar á ýmsum gersemum
og þar á ...

Í myndinni Skoppa og Skrítla í bíó sláumst við í
för með vinkonunum í heimsókn til Lúsíar. Hún er
engin venjuleg vinkona og lumar á ýmsum gersemum
og þar á meðal forláta sirkusspiladós sem er
þeim göldrum gædd að ef maður óskar sér nógu
heitt að þá getur maður dottið inn í mikið
ævintýr. Og til þess að gera langa sögu stutta
að þá tekst Skoppu að óska sér og upphefst mikið
ferðalag þar sem margir kynlegir kvistir verða á
veginum ss gullfiskur í leit að vinum, bakari
svakari sem er sko ekki lakari við grillið,
álfar og krúttlegir skógardvergar. Klárlega mynd
sem ekkert barn má missa af. Myndin er nánast
öll tekin utandyra, að hálfu hér í íslenskri
náttúru og að hálfu í framandi landslagi
Flórídaríkis í Bandaríkjunum. Sól, sandur og
kærleikur sem ætti að verma hjartað í svartasta
skammdeginu.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt