Vörumynd

Fiskmarkaðurinn

Kokkinn Hrefnu Rósu Sætran þarf vart að kynna,
en hún er einn eigandi Fiskmarkaðarins sem
staðsettur er í Aðalstræti 12 í Reykjavík. Hún
hefur vakið athygli...

Kokkinn Hrefnu Rósu Sætran þarf vart að kynna,
en hún er einn eigandi Fiskmarkaðarins sem
staðsettur er í Aðalstræti 12 í Reykjavík. Hún
hefur vakið athygli fyrir ungan aldur, langa
afrekaskrá, og þroskaðan og sérhæfðan smekk.
Hrefna keppir fyrir hönd Íslands í
kokkalandsliðinu og hefur verið með eigin
matreiðsluþætti á Skjá einum. Í bókinni er að
finna uppáhaldsrétti Hrefnu sem hún hefur
framreitt á Fiskmarkaðnum, en hún hefur gert þá
einfaldari og aðgengilegri fyrir þá sem hafa
gaman af því að búa til mat og vilja kalla fram
hið ógleymanlega bragð sem eldamennska hennar er
þekkt fyrir.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt