Vörumynd

Sjóarinn með morgunhestana ..

Elías Knörr er nýstirni í íslenska
ljóðalandslaginu, skáld fætt inn í
sjómannafjölskyldu, líklega sá fyrsti í marga
ættliði sem ekki hefur sótt sjóinn, en í...

Elías Knörr er nýstirni í íslenska
ljóðalandslaginu, skáld fætt inn í
sjómannafjölskyldu, líklega sá fyrsti í marga
ættliði sem ekki hefur sótt sjóinn, en í ljóðum
sínum leitar hann ávallt í arf sjómennskunnar.
Sjóarinn með morgunhestana undir kjólnum er
fyrsta ljóðabók hans. Skáldið breytist í sjóara,
heldur til hafs til að víkka
sjóndeildarhringinn, og veiðir ljóð eins og
fiskiafla eða finnur þau sem rekavið í fjörunni.
Ljóðin hverfast um möguleika orðanna, um það að
láta þjóðarljóðaminni koma að nýrri höfn, og um
að endurvinna tungumálið með framandi aðferðum.
Fjarri heimahögum skáldsins birtast óvæntar
persónur og mismunandi raddir fléttast við
ljóðmæli hans. Um verk hans fjallaði Eiríkur
Guðmunsson í Víðsjá þann 16. desember 2009. Ljóð
á s. 40:

Á þínum kviði
undir þínu tungli
sigli
ég skáld
enni úr illviðri
í
gegnum mannlausan raunveruleika

Elías sem kýs
að nota dulnefni býr og starfar í Reykjavík.

Verslanir

  • Penninn
    2.583 kr.
    2.325 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt