Vörumynd

Perlueyrnalokkar

Jens

Eyrnalokkarnir eru úr rhodiumhúðuðu silfri með kringlóttum ferskvatnsperlum sem eru í þremur stærðum 4 mm, 5 mm og 7 mm.

Umhirða perlna
Það er einkum tvennt sem þarf að gæta að til að tryggja fallega ásýnd og gæði perlna.

  • Ekki skola þær með heitu vatni.
  • Ekki láta perlurnar komast í snertingu við sýrur.

Í sumum gerðum perluskartgripa er …

Eyrnalokkarnir eru úr rhodiumhúðuðu silfri með kringlóttum ferskvatnsperlum sem eru í þremur stærðum 4 mm, 5 mm og 7 mm.

Umhirða perlna
Það er einkum tvennt sem þarf að gæta að til að tryggja fallega ásýnd og gæði perlna.

  • Ekki skola þær með heitu vatni.
  • Ekki láta perlurnar komast í snertingu við sýrur.

Í sumum gerðum perluskartgripa er notað sérstakt perlulím til að festa perlur í gripinn. Gæta skal þess að perlur komist ekki í snertingu við heitt vatn, hvorki við þrif eða þegar farið er í sturtu. Heitt vatn dregur úr styrk límingar og getur valdið því að perlan detti úr gripnum.

Gæta skal þess að perlur komist ekki í snertingu við efni sem innihalda sýrur, eins og t.d. ilmvatn og hársprey. Ef slíkt gerist skal skola perlurnar með köldu vatni. Sýru er einnig að finna, í mismiklu mæli, í húð fólks. Langvarandi snerting perlna við húð með hátt sýrustig getur haft skaðleg áhrif, og þess vegna er gott að þrífa perlur reglulega.

Við mælum sérstaklega með skartgripasápunni okkar til að viðhalda gæðum og ásýnd perlna. Sápan er 100% náttúruvæn og hana má nota á allar gerðir málma og steina, þar með talið gull, hvítagull, silfur, stál, demanta og auðvitað perlur.

Verslaðu hér

  • Jens skartgripaverslun
    Jens skartgripaverslun 546 6446 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.