Vörumynd

Hár- og líkamssápustykki fyrir viðkvæma húð

Hársápustykkið er sérstaklega hannað fyrir mjög viðkvæma húð og hársvörð. Rhassoul leirinn hefur undraverð áhrif á excem, sóríasis, kláða og flösu. Er lyktarlaus og án ilmkjarnaolía sem geta virk...

Hársápustykkið er sérstaklega hannað fyrir mjög viðkvæma húð og hársvörð. Rhassoul leirinn hefur undraverð áhrif á excem, sóríasis, kláða og flösu. Er lyktarlaus og án ilmkjarnaolía sem geta virkað ertandi á mjög viðkvæma húð. Sápan er svo mild að það má einnig nota hana á andlit. Rhassoul leir, einnig þekktur sem Moroccan lava clay, er hlaðinn steinefnum sem róa og hreinsa hárið vel. Himalaya bleikt salt er notað til að gefa hárinu raka og næra. Hársápustykkið má nota á allan líkamann.
Hársápustykkið er úr 100% náttúrulegum hráefnum, handgert úr lífrænum jurtaolíum, jurtum og ilmkjarnaolíum.

Þyngd: 100 gr.

Notkunarleiðbeiningar:
Nuddaðu hársápustykkinu varlega í hárið. Leggðu hársápustykkið til hliðar og nuddaðu hársvörðinn og hárið með höndunum og láttu hársápuna freyða vel. Mundu að láta freyða líka á hárendunum. Skolaðu úr.

Þegar þú byrjar að nota hársápustykki sem eru á olíugrunni þá gæti hárið orðið örlítið klístrað eða feitt í fyrstu, það mun þó hverfa eftir 1-10 þvotta. Hægt er að draga úr þessum viðbrögðum með því að nota hárskolið sem hárnæringu.

Innihaldsefni:
Kókosolía*, Shea smjör*, glýserín, vatn, castor olía*, rhassoul leir, Himalaya bleikt salt, rósmarín laufþykkni*

* Vottað lífrænt ræktað hráefni

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Mena
    Til á lager
    1.890 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt