Vörumynd

Bragarblóm

Þetta kver, sem gefið er út á sjötíu og fimm ára afmæli mínu, inniheldur eina limru fyrir hvert ár sem ég hef lifað. Bragarblóm er tólfta ljóðabókin sem ég sendi frá mér. Limrurnar er...

Þetta kver, sem gefið er út á sjötíu og fimm ára afmæli mínu, inniheldur eina limru fyrir hvert ár sem ég hef lifað. Bragarblóm er tólfta ljóðabókin sem ég sendi frá mér. Limrurnar eru ansi sundurleitar að efni enda hafa þær orðið til á löngum tíma. Stundum eru nefnd nöfn og tekið skal fram að þau eru sett inn ýmist vegna ríms eða stuðlasetningar en tengjast engum raunverulegum persónum. Línur eru stundum fengnar að láni frá öðrum höfundum og hér settar í nýtt samhengi, þá alltaf afmarkaðar með gæsalöppum. Um efni kversins er ekki margt að segja. Limrur eru alltaf svolítið galgoplegar - og eiga að vera það. Þær urðu fyrst til úti í Bretlandi á 18.öld, sumir segja fyrr. Þar var alvöruleysið algjört og svo hefur að mestu verið síðan. Ég hef reynt að fylgja þeirri hefð. Ég bið svo lesendur vel að njóta.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt