Vörumynd

Meadow

Veggspjaldið Meadow, eða Engi, kemur úr línu sem kallast ' Keep it natural ' , sem í lauslegri þýðingu mætti kalla ' höldum okkur við það náttúrulega ' .

Náttúran v...

Veggspjaldið Meadow, eða Engi, kemur úr línu sem kallast ' Keep it natural ' , sem í lauslegri þýðingu mætti kalla ' höldum okkur við það náttúrulega ' .

Náttúran veitir innblástur fyrir myndirnar, og málar Kathrine, annar helmingur listaparsins ' I love my type ', þær með stórum strokum, til að skapa rólegt og þægilegt andrúmsloft í umhverfi þínu.

Veggspjaldið er í stærð 50x70 cm. Það er málað, prentað á hágæðapappír og stimplað með merki 'I love my type' í höndum listamannsins á vinnustofu hennar í Kaupmannahöfn.

Veggspjaldið er hægt að fá afhent:
- í pappahólki
- í svörtum ramma (ekki hægt að fá sent)

---

Á bak við vörumerkið 'I love my type' er listamaðurinn Kathrine Højriis. Hún er grafískur hönnuður og stofnaði fyrirtækið í Kaupamannahöfn haustið 2013.

Hún er mikil áhugamanneskja um innanhússhönnun, persónulega þróun og umhverfisvernd og hefur þessi atriði í huga við hönnun sína.

Vörumerkið á orðið stóran hóp aðdáenda og hafa vörurnar fengið jákvæð viðbrögð og hrós í fjölmiðlum, innan og utan Danmerkur og eru vörurnar til dæmis seldar í Illum Bolighus.

---

Er veggspjaldið ekki til? Sendu okkur tölvupóst á hallo@svartarfjadrir.is með nafni veggspjaldsins og við látum þig vita þegar það kemur í sölu.

Þetta veggspjald er ekki framleitt í takmörkuðu upplagi en við tökum bara mjög fá eintök af hverri mynd til landsins.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Svartar fjaðrir
    14.490 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt