Vörumynd

FULLBÓKAÐ. 3ja daga endurræsing með Systrasamlaginu 13., 14. og 15. FEB 2024. Allar máltíðir og jurtir innifaldar

UNDIRBÚNINGUR: Til að tóna sig fallega niður mælum við líka með ljúfum göngutúrum, léttu jóga og djúpum andardrætti. Þetta snýst meira um að borða einfaldan mat og staldra við. Reyndu að draga úr streitu í lífi þínu, eins og þú mögulega getur. Hugsaðu þessa þrjá daga fyrir þig. Hvernig svosem líf þitt er. Gefðu þér tíma til að fara í jóga, jafnvel hugleiða, eða í það minnsta að anda djúpt. Ef þú …
UNDIRBÚNINGUR: Til að tóna sig fallega niður mælum við líka með ljúfum göngutúrum, léttu jóga og djúpum andardrætti. Þetta snýst meira um að borða einfaldan mat og staldra við. Reyndu að draga úr streitu í lífi þínu, eins og þú mögulega getur. Hugsaðu þessa þrjá daga fyrir þig. Hvernig svosem líf þitt er. Gefðu þér tíma til að fara í jóga, jafnvel hugleiða, eða í það minnsta að anda djúpt. Ef þú drekkur kaffi er gott að minnka kaffidrykkjuna eða að sleppa henni. 1 góður kaffibolli á dag er þó í góðu lagi. Láttu fjölskyldu og vini vita, svo þeir gefi þér smá breik. Þessi 3ja daga hreinsun er mjúk og veldur almennt ekki óþægindum. Þó má alveg búast við einhverjum smávegis sveiflum á líkamlega eða andlega sviðinu. Ekkert til að hafa áhyggjur af. Hér er um að ræða 3ja daga kitchari hreinsun, sem lítur svona: Í tvo daga borðar þú hafragraut í morgunmat og Systrasamlags kitchari í hádegis- og kvöldmat. Á degi þrjú færðu þér hafragraut eða eplagraut í morgunmat, kitchari í hádeginu og næringarríka Systrasamlagssúpu í kvöldmat. Líkt og þú fórst rólega inn í hreinsunina, er gott að fara rólega út úr henni aftur. Þannig að við mælum með góðum grænmetismat á fjórða degi.

Verslaðu hér

  • Systrasamlagið
    Systrasamlagið ehf 511 6367 Óðinsgötu 1, 101 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt