Vörumynd

Gjafapúði - Dreamily

That's Mine
Gjafapúðinn frá danska merkinu That´s Mine er ekkert nema dásamlegur og er notagildi hans mikið. Hann hentar fyrst og fremst í brjósta- og pelagjafir. Hægt er að binda púðan utan um sig til að auka þægindin en rétt hæð og stelling ýtir undir góða brjóstagjöf og minnkar álagið á herðarnar. Það eru tvö mjúk og falleg lauf á sitthvorum endanum á púðanum, þau eru hugsuð sem kúruklútar fyrir barnið á …
Gjafapúðinn frá danska merkinu That´s Mine er ekkert nema dásamlegur og er notagildi hans mikið. Hann hentar fyrst og fremst í brjósta- og pelagjafir. Hægt er að binda púðan utan um sig til að auka þægindin en rétt hæð og stelling ýtir undir góða brjóstagjöf og minnkar álagið á herðarnar. Það eru tvö mjúk og falleg lauf á sitthvorum endanum á púðanum, þau eru hugsuð sem kúruklútar fyrir barnið á meðan það drekkur. Það er einnig hægt að binda endana saman og búa til lítinn stól fyrir barnið þegar það er að æfa sig í að sitja eða nota púðan sem stuðning þegar barnið er að æfa sig að liggja á maganum. Hentar líka vel á meðgöngunni sem stuðningur við kúluna og/eða á milli fótanna í hvíld. Hvort sem að þú notast við brjóstagjöf eða pelagjöf þá er gjafapúðinn frábær til þess að mynda falleg tengsl við barnið þitt. Hægt að taka áklæðið af og þvo í þvottavél. Við mælum með stuttum þvotti á 30°. Við mælum ekki með að setja áklæðið í þurrkara þar sem það bómull á það til að minnka örlítið í þvotti. Púðan sjálfan má líka þvo í þvottavél en þarf þá vera í þvottapoka og mikilvægt að passa að hann sé alveg þurr áður en áklæðið er sett aftur á hann. Áklæðið er 100% lífrænn bómull. Fyllingin er Antibacterial PVC fríir flamingo boltar. Með tímanum mun fyllingin þjappast saman og þá er hægt að skipta um fyllingu. Stærð 77×72 cm

Verslaðu hér

  • Yrja barnavöruverslun 780 5500 Austurvegi 21, 800 Selfossi

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt